Guðni Ágústsson: „Nú þykir mér týra á tíkarskarinu,“ á Alþingi

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. Ragnar Axelsson

Guðni Ágústsson skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir orðræðu á Alþingi. Hann segir að mikið hafi verið hrært í þingsköpum Alþingis síðustu ár og þau verði flóknari og öllum erfiðari eftir því sem þeim er meira breytt með orðaflækjum.

„Forseti Alþingis hefur þann nýja sið að djöflast á þingbjöllunni og reynir að hamra flóknar reglur sem enginn þingmaður nær að skilja eða nema þrátt fyrir löng námskeið í upphafi þingmennskunnar,“ skrifar Guðni. „Þetta þvarg setur ljótan blett á störf þingsins og er eyðilegging á ræðum  þingmanna og virðingu Alþingis.“

Þá spyr Guðni hvort ekki sé rétt að einfalda reglurnar, minnka formleg heitin um hæstvirtan og háttvirtan og opna nefndirnar þannig að starf þeirra fari jafnvel fram í heyrandi hljóði. „Ellegar að banna tölvurnar og gemsann og þá fésbókina í leiðinni inni á fundunum  og loka herlegheitunum.“

Grein Guðna má lesa í heild í Morgunblaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið greinina hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert