Pottarnir verði stækkaðir

Skúli Helgason
Skúli Helgason mbl.is/Ómar

Auðvitað er það eitt af meg­in­at­riðum sem menn eru að vinna út frá að opna fyr­ir meiri nýliðun inn í grein­ina en verið hef­ur, seg­ir Skúli Helga­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, um eitt mark­miða nýja kvótafrum­varps­ins sem nú kem­ur til kasta þing­flokk­anna. Hann boðar stækk­un leigupotta.

Skúli seg­ir slíka potta greiða fyr­ir nýliðun í sjáv­ar­út­veg­in­um.

„Tækið sem er notað í því skyni er leigupott­ur, þ.e. að það sé þá um­tals­verður hluti af afla­hlut­deild­inni sem er boðinn upp á frjáls­um markaði og stend­ur þá hverj­um sem er til boða.

Með því að pott­ur­inn sé um­tals­vert stærri en verið hef­ur þá telja menn að verðmynd­un­in verði í fyrsta lagi hóf­legri og eðli­legri en menn hafa þurft að horfa fram á fram að þessu.

Ég myndi segja að þetta væri meg­in­leiðin sem menn eiga að fara til þess að draga úr því að kvót­inn safn­ist á fárra manna hend­ur,“ seg­ir Skúli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert