Kvótafrumvarp samþykkt af ríkisstjórn

Jóhanna Sigurðardóttir fyrir utan Stjórnarráðið.
Jóhanna Sigurðardóttir fyrir utan Stjórnarráðið. mbl.is/Eggert

Kvótafrumvarpið var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun og fer nú til meðferðar í stjórnarflokkunum. Í kjölfarið fer frumvarpið svo hefðbundna leið í þinginu.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir breiða samstöðu um frumvarpið í ríkisstjórninni. Sagðist hún telja að frumvarpið myndi höfða til breiðari hóps þingmanna en eingöngu stjórnarþingmanna og vísaði til Framsóknarflokksins í því sambandi.

Jóhanna sagði jafnræði, atvinnufrelsi, nýliðun og að arður af auðlindinni gangi meira til þjóðarinnar en áður, grunnstef frumvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert