Annríki hjá björgunarsveitum

mbl.is/Ernir

Vélsleðamaður fór niður um ís á Svína­vatni á Húna­völl­um á fjórða tím­an­um í dag. Björg­un­ar­sveit­irn­ar Blanda á Blönduósi og Strönd á Skaga­strönd voru kallaðar út á F1-Rauðum þar sem ótt­ast var að maður­inn myndi kólna hratt niður í vatn­inu. Þó fór bet­ur en á horfðist og náði maður­inn í land og voru björg­un­ar­sveit­irn­ar aft­ur­kallaðar um 15 mín­út­um síðar. Þær fóru þó á staðinn til að reyna að ná sleðanum upp úr vatn­inu.

Ann­ar vélsleðamaður lenti í slysi í dag. Flug­björg­un­ar­sveit­in á Hellu var kölluð út í morg­un til að sækja vélsleðamann sem meiðst hafði á baki við Hraun­eyja­lón. Maður­inn var flutt­ur af slysstað til móts við sjúkra­bíl sem beið við Hraun­eyj­ar.

Þá hafa björg­un­ar­sveit­ir einnig verið kallaðar út í dag til aðstoðar ferðamanna á biluðum og föst­um bíl­um. Sækja þurfti fólk við Lang­jök­ul þar sem bíll þess hafði bilað og rétt í þessu var verið að kalla út björg­un­ar­sveit til aðstoðar vegna bíls sem fast­ur er við Hver­fjall, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Slysa­varna­fé­lag­inu Lands­björg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert