Breyttist með Steingrími

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn átti í ágætu sam­starfi við sjáv­ar­ú­vegs­ráðuneytið vegna nýs kvótafrum­varps í ráðherratíð Jóns Bjarna­son­ar. Eft­ir að Stein­grím­ur J. Sig­fús­son tók við lykla­völd­un­um lokaði ráðuneytið á það sam­starf, að sögn Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar, þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra gaf í skyn eft­ir að frum­varpið var samþykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi að hún reiknaði með stuðningi fram­sókn­ar við frum­varpið.

Sig­urður Ingi seg­ir stuðning­inn skil­yrt­an við að komið verði til móts við kröf­ur fram­sókn­ar.

Inni­haldi stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins

„Von­andi er það rétt hjá for­sæt­is­ráðherra að frum­varpið inni­haldi stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins sem við lögðum fram á vorþing­inu sem þings­álykt­un­ar­til­lögu í fyrra. Og von­andi er það rétt að það sé verið að reyna að ná víðtækri sátt meðal þjóðar­inn­ar og hags­munaðila.  Það hef­ur ekk­ert sam­ráð verið haft við okk­ur fram­sókn­ar­menn við gerð nýja frum­varps­ins. Von­andi er það rétt að frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé byggt á stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þar var að finna nýt­ing­ar­samn­inga til 20 ára sem voru fram­lengj­an­leg­ir.

Það sner­ist einnig um að koma ákvæði um þjóðar­eign á nátt­úru­auðlind­inni inn í stjórn­ar­skrá og síðan eru nokkr­ar út­færsl­ur á byggðakvót­an­um og strand­veiðunum sem við vild­um gera að meiri nýliðun­ar­veiðum og að lok­um að það væri lögð áhersla á ný­sköp­un og aukna arðsemi í grein­inni. Von­andi er það rétt hjá for­sæt­is­ráðherra að í nýja frum­varp­inu sé að finna allt þetta. Við vor­um í ágætu sam­bandi við ráðuneytið fram­an af vinn­unn­ar – en ekk­ert eft­ir að Stein­grím­ur J. Sig­fús­son tók við. Ef að frum­varpið sem að Stein­grím­ur er að koma fram með núna bygg­ir á frum­varpi Jóns sem hann lagði fram í lok nóv­em­ber að þá get­ur það vel verið rétt hjá for­sæt­is­ráðherra að það sé margt í frum­varp­inu sem veld­ur því að það er breiðari stuðning­ur við það,“ seg­ir Sig­urður Ingi og held­ur áfram.

Vilja sjá frum­varpið fyrst

„Von­andi er búið að taka inn skyn­sama punkta inn í frum­varpið og henda frum­varp­inu sem var kynnt í fyrra­vor ... Við lýst­um al­gjörri and­stöðu við það. Von­andi hafa stjórn­ar­flokk­arn­ir dregið í land. Það kom fram í umræðum í fyrra­vor þegar við töluðum fyr­ir okk­ar stefnu sam­tím­is og þeirra frum­varp var lagt fram ... að það væri margt í til­lög­um okk­ar sem væri vert að skoða og von­andi hafa þeir tekið til­lit til þess," seg­ir Sig­urður Ingi sem tek­ur vit­an­lega fram að hann geti ekki tjáð sig um hvort fram­sókn styðji nýja frum­varpið fyrr en flokk­ur­inn hef­ur fengið að sjá það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert