Gunnari bregst ekki bardagalistin

Fáir vita að Gunnar Nelson bardagakappi keppti í skák á …
Fáir vita að Gunnar Nelson bardagakappi keppti í skák á sínum yngri árum. mbl.is

Það er óhætt að segja að Gunn­ar Nel­son sé frækn­asti bar­dagakappi Íslend­inga um þess­ar mund­ir. Þetta 23 ára hörku­tól fædd­ist á Ak­ur­eyri en flutti snemma til Reykja­vík­ur og ólst þar upp. For­eldr­ar Gunn­ars eru þau Guðrún Hulda Gunn­ars­dótt­ir Nel­son og  Har­ald­ur Dean Nel­son.

Gunn­ar kepp­ir bæði í blönduðum bar­dagalist­um (MMA) og upp­gjaf­arglímu. Hann hef­ur þó lagt stund á fleiri íþrótt­ir. „Ég keppti í fót­bolta þegar ég var gutti og keppti líka í skák þegar ég var ennþá minni. Svo byrjaði ég að æfa kara­te þegar ég var 13 ára og keppti nokkr­um sinn­um á þeim vett­vangi,“ seg­ir Gunn­ar en hann var Íslands­meist­ari ung­linga í kara­te þrjú ár í röð, ásamt því að vera landsliðsmaður í kara­te frá 15 ára aldri. Hann var val­inn efni­leg­asti kara­temaður Íslands 16 ára gam­all. Gunn­ar æfði líka ís­hokkí um tíma.

Gunn­ar er ný­kom­inn heim frá Írlandi eft­ir að hafa unnið sig­ur á Úkraínu­mann­in­um Al­ex­and­er Bu­ten­ko í blönduðum bar­dag­aíþrótt­um (MMA). Á ný­af­stöðnu upp­gjaf­arglímu­móti á Íslandi stóð hann uppi sem sig­ur­veg­ari í -88 kg. flokki karla og opn­um flokki karla. Það er því skammt á milli stórra högga hjá hon­um en aðspurður seg­ist Gunn­ar ekki  þurfa að taka sér sér­staka hvíld á milli átaka „Maður get­ur al­veg keppt með svona stuttu milli­bili, það fer að vísu eft­ir því hvernig stend­ur á hjá manni, en það er allt í lagi að taka þátt í svona móti nokkr­um vik­um eft­ir bar­daga,“ seg­ir Gunn­ar.

Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir mót er ekki flók­inn að sögn Gunn­ars „Ég æfi bara niðri í Mjölni eins og alltaf, ég breyti ekki mikið þótt mót sé á næsta leiti.“ Aðspurður hvort hann sé á sér­stöku mataræði seg­ir hann svo ekki vera „Ég borða bara holl­an mat sem er ná­lægt nátt­úr­unni, ekki of mikið og ekki of lítið.“ Hann seg­ist af og til borða nammi „en ég reyni að hafa það í lág­marki.“ Aðspurður hvort hann hafi ekki þolað eitt­hvert tjón eft­ir öll átök­in seg­ir hann svo ekki vera. „Ég hef verið bless­un­ar­lega laus við öll meiðsli.“

Verð í þessu fram á elli­ár­in

Gunn­ar æfir hjá Mjölni, en fé­lagið hef­ur verið mjög sig­ur­sælt á bar­dagalista­mót­um. Á ný­af­stöðnu upp­gjaf­arglímu­móti unnu Mjöln­is­menn í öll­um flokk­um nema ein­um.

Hann byrjaði að æfa þær teg­und­ir bar­dag­aíþrótta sem hann stund­ar í dag þegar hann var 15 ára gam­all. Hann hef­ur þannig náð þess­um mikla ár­angri á til­tölu­lega skömm­um tíma. Aðpurður hverju megi þakka þenn­an góða ár­ang­ur seg­ir hann: „Mikl­um æf­ing­um og góðum fé­lags­skap. Mér finnst þetta þar að auki mjög gam­an og mér líður vel þegar ég æfi og keppi. Ég stefni í að vera í þessu fram á elli­ár­in.“

Gunn­ar æfir líka í Renzo Gracie-aka­demí­unni í New York und­ir stjórn Renzo Gracie og Johns Dana­her, en hef­ur einnig æft í Dublin og Manchester. Hann er at­vinnumaður í blönduðum bar­dag­aíþrótt­um og hef­ur unnið til fjölda verðlauna á stór­mót­um. Þar má helst nefna gull­verðlaun á Pan American 2009 og New York Open 2009 og silf­ur­verðlaun í BJJ árið 2009.

Gunnar Nelson.
Gunn­ar Nel­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert