Kvótafrumvarið fái hraðferð

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson. Ómar Óskarsson

„Ég von­ast til þess að mælt verði fyr­ir mál­inu í næstu viku. Það er síðasta vik­an fyr­ir páska­leyfi,“ seg­ir Árni Þór Sig­urðsson, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, um vænt­ing­ar sín­ar um viðbrögð þings­ins við nýju sjáv­ar­út­vegs­frum­varpi.

Árni Þór reikn­ar með að tvær til þrjár vik­ur líði frá því frum­varpið fari til nefnd­ar á miðviku­dag eða fimmtu­dag í næstu viku og þar til það komi til 2. umræðu. Þá eigi að óbreyttu að taka við stutt ferli.

Kall­ar til sín gesti

„Það væri auðvitað ákjós­an­legt að þegar búið er að mæla fyr­ir mál­inu að það kom­ist þá til nefnd­ar og fari þá í um­sagn­ar­ferli. Það tek­ur yf­ir­leitt tvær til þrjár vik­ur. Þá tek­ur nefnd­in málið til sín, fer yfir um­sagn­irn­ar og kall­ar til sín gesti. Það get­ur tekið tals­verðan tíma.

Þegar málið er komið út úr nefnd­inni og í aðra umræðu er ekki endi­lega langt í að málið verði af­greitt. Lengsti vinnslu­tím­inn er á milli fyrstu og annarr­ar umræðu. Í sjálfu sér get­ur nefnd­in byrjað að fjalla um frum­varpið þó að um­sagn­ar­ferlið sé enn í gangi. Nefnd­in get­ur byrjað að fá til sín ráðuneytið og aðra slíka til þess að fara yfir frum­varpið og lesa það sam­an.

Það er hið hefðbundna ferli þegar mál er komið til annarr­ar umræðu. Það er ekki alltaf sem að mál fara til nefnd­ar á milli 2. og 3. umræðu. En um­deild mál fara það iðulega og ég reikna með að þetta mál sé þeirr­ar gerðar að það fari til nefnd­ar milli 2. og 3. umræðu. En nefnd­in þarf ekki að nota lang­an tíma á því stigi. Það gæti verið spurn­ing um einn til tvo daga og þá fer málið í 3. umræðu og svo til af­greiðslu,“ seg­ir Árni Þór sem er bjart­sýnn á að stjórn­ar­flokk­arn­ir styðji frum­varpið.

Góður meiri­hluti

„Ég geng út frá því. Ég veit að það er góð samstaða um það hjá okk­ur og ég reikna með að það sé eins hinum meg­in,“ seg­ir hann og á við flokk sinn VG og sam­starfs­flokk­inn, Sam­fylk­ing­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka