Seðlabankinn hefur synjað ósk fréttastofu RÚV um upptöku af símtali Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde í aðdraganda þess að Seðlabankinn lánaði Kaupþingi fimm hundruð milljónir evra, tveimur dögum áður en bankinn féll. Þetta kemur fram í fréttum Rúv.
Davíð var þá formaður bankastjórnar Seðlabankans og Geir forsætisráðherra. Lánið var veitt til fjögurra daga, sama dag og forsætisráðherra mælti fyrir neyðarlögum vegna yfirvofandi bankaáfalls. Seðlabankinn hefur upplýst að til sé upptaka af símtali þeirra þar sem þeir eiga samráð um lánveitinguna og sótti RÚV um að fá upptökuna afhenta en var synjað.