Kona sem PIP-brjóstapúðar voru fjarlægðir úr nýlega í einu mauki segir að það sé mikið óöryggi í kringum þetta mál í heilbrigðiskerfinu og lítið um svör.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún óöryggið auki aðeins á angist þeirra kvenna sem séu með ígrædda PIP-brjóstapúða. „Þetta virkaði á mig eins og afgreiðsla, ég hefði frekar kunnað að meta að fá blíðara viðmót og skýrari svör.“