Björn sakar RÚV um áróður

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. Kristinn Ingvarsson

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms- og kirkju­málaráðherra, seg­ir fram­leiðend­ur sjón­varpsþátt­ar­ins Land­ans í Rík­is­sjón­varp­inu hafa bitið á agnið og end­ur­birt áróður um ESB í þætti kvölds­ins í sjón­varp­inu.

Orðrétt skrif­ar Björn á vef Evr­ópu­vakt­ar­inn­ar:

„Evr­ópu­stofa er lík­lega far­in að láta að sér kveða gagn­vart RÚV og stjórn­end­ur Land­ans hafa bitið á agnið eins og sást í þætt­in­um að kvöldi sunnu­dags 25. mars þegar ESB-áróðri sem braut al­gjör­lega í bága við al­mennt efni þessa vin­sæla þátt­ar var troðið inn í hann. Er með ólík­ind­um að stjórn­end­ur RÚV og rit­stjórn Land­ans taki í mál að flytja slíkt efni í þætt­in­um.

Það ætti að gera kröfu til þess að þætt­ir sem þess­ir séu merkt­ir kost­un­araðila svo að áhorf­end­ur átti sig á því hvers kyns er.

Furðulegt er að fylgj­ast með viðbrögðum við gagn­rýni af þessu tagi þegar látið er eins og áróður fyr­ir aðild Íslands að ESB sé sam­bæri­leg­ur við kynn­ing­ar­starf vegna alþjóðasam­taka þar sem Íslend­ing­ar eru þegar virk­ir þátt­tak­end­ur.

Mark­mið ESB-áróðurs­ins er að búa í hag­inn fyr­ir full­trúa ESB í aðild­ar­viðræðunum, létta þeim róður­inn við að ná sam­komu­lagi í sam­ræmi við ákvæði ESB-lög­gjaf­ar­inn­ar.

Til­gang­ur­inn er ein­fald­lega sá að slæva and­stöðu Íslend­inga og kynn­ing­in í Land­an­um sner­ist um byggðastyrki. Þeir hafa löng­um verið nefnd­ir sem agn af ESB-aðild­ar­sinn­um.“

Hægt er að horfa á um­rædd­an þátt hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert