Sigmundur Davíð slær á létta strengi

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is

For­seta­kosn­ing­arn­ar voru rædd­ar í Silfri Eg­ils í dag. Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að ef­laust bjóði sig ein­hverj­ir fram á móti Ólafi Ragn­ari Gríms­syni í for­seta­kosn­ing­un­um í sum­ar. Hann sló hins veg­ar á létta strengi í Silfri Eg­ils í dag enda farið að stytt­ast í þing­kosn­ing­ar sem hon­um finn­ast meira spenn­andi en kom­andi for­seta­kosn­ing­ar.

Spurði Sig­mund­ur Davíð Egil Helga­son, þátta­stjórn­anda, að því hvort hann hefði ekki tekið eft­ir því hvað lægi vel á hon­um í dag og hann hefði lítið gripið fram í fyr­ir þeim sem væru með hon­um í þætt­in­um. Upp­skar hann hlát­ur frá öðrum gest­um þátt­ar­ins fyr­ir þessi um­mæli sín sem og frá Agli.

Sig­mund­ur Davíð vildi ekki tjá sig um hvern hann myndi styðja í for­seta­kosn­ing­un­um. Enda væri hann ekki viss um að menn myndu telja sér það til tekna að fá stuðnings­yf­ir­lýs­ingu frá hon­um.

Fyrri Ices­a­ve-ákvörðunin rétt, seg­ir Árni Páll

Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að Ólaf­ur Ragn­ar hefði staðið sig vel í starfi. Fyrri ákvörðun Ólafs Ragn­ars varðandi fyrri Ices­a­ve-samn­ing­inn hefði verið rétt ákvörðun þó svo að hon­um (Árna Páli) hefði ekki fund­ist það á sín­um tíma.

Hef­ur aldrei stutt Ólaf Ragn­ar

Álf­heiður Inga­dótt­ir, þingmaður VG, seg­ist telja að Ólaf­ur Ragn­ar og stuðnings­menn hans þurfi að hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af stöðu hans enda hafi hann haldið þjóðinni í gísl­ingu und­an­far­in miss­eri.

Álf­heiður sagði í þætt­in­um að hún hefði aldrei verið stuðnings­maður Ólafs Ragn­ars.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagðist telja að Ólaf­ur Ragn­ar hefði kom­ist að réttri niður­stöðu í ný­ársávarp­inu, um að hætta sem for­seti í sum­ar. Bjarni velti því fyr­ir sér hvort það hefði verið rétt ákvörðun hjá Ólafi Ragn­ari að hætta við að hætta. Það væri alltaf erfitt að finna rétta punkt­inn til að hætta og spurn­ing hvenær rétti punkt­ur­inn kæmi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert