Vinnu stjórnlagaráðs hent út um gluggann

Valgerður Bjarnadóttir segist vona að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur sjtórnlagaráðs fari …
Valgerður Bjarnadóttir segist vona að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur sjtórnlagaráðs fari fram meðfram forsetakosningum í lok júní. GVA

Fram kom í umræðum í Silfri Eg­ils í morg­un að ef ekki yrði samþykkt að hafa þjóðar­at­kvæðagreiðslu um til­lög­ur stjórn­lagaráðs með for­seta­kosn­ing­un­um í lok júní væri sá mögu­leiki fyr­ir hendi að blása til at­kvæðagreiðslu eft­ir versl­un­ar­manna­helgi.

Spurð um þessa út­færslu seg­ir Val­gerður Bjarna­dótt­ir, formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar: „Fólk ræðir ýmsa hluti. Auðvitað velt­ir fólk fyr­ir sér hvað ger­ist ef þau stoppa þetta.“Hún seg­ist ekki hafa bein­lín­is velt því fyr­ir sér hvort at­kvæðagreiðsla í ág­úst sé raun­hæf­ur mögu­leiki. „Það er þó allt raun­hæft í þessu máli.“

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, hef­ur nefnt í sam­töl­um við fjöl­miðla að  ekki væri úti­lokað að sér­stök at­kvæðagreiðsla yrði um til­lög­un­ar í haust ef ekki tæk­ist að klára málið í vor.

„Við í nefnd­inni erum enn að von­ast til að þetta lýðræðismál verði ekki stoppað,“ seg­ir Val­gerður. „Ef það verður gert er auðséð að þeirri miklu vinnu sem var lögð í til­lög­urn­ar verður hent út um glugg­ann. Það sjá all­ir.“

Ekki er ein­ing inn­an nefnd­ar­inn­ar um ákjós­an­lega meðferð til­lagn­anna. „Nefnd­in er klof­in, meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar lagði til að farið yrði með þetta í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Minni­hlut­inn hef­ur lýst sig and­víg­an því.“

Val­gerður seg­ist ekki vilja spá fyr­ir um hversu lík­legt henni þyki að þjóðar­at­kvæðagreiðsla verði samþykkt. „Ef þetta verður stoppað þurf­um við að taka næstu ákvörðun. Ég er þó að vona að menn hafi vit til að gera það ekki.“

 Val­gerður seg­ist ekk­ert vilja tjá sig um hvað ger­ist ef ekki tak­ist að láta at­kvæðagreiðsluna fara fram í vor.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert