Vinnu stjórnlagaráðs hent út um gluggann

Valgerður Bjarnadóttir segist vona að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur sjtórnlagaráðs fari …
Valgerður Bjarnadóttir segist vona að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur sjtórnlagaráðs fari fram meðfram forsetakosningum í lok júní. GVA

Fram kom í umræðum í Silfri Egils í morgun að ef ekki yrði samþykkt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs með forsetakosningunum í lok júní væri sá möguleiki fyrir hendi að blása til atkvæðagreiðslu eftir verslunarmannahelgi.

Spurð um þessa útfærslu segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar: „Fólk ræðir ýmsa hluti. Auðvitað veltir fólk fyrir sér hvað gerist ef þau stoppa þetta.“Hún segist ekki hafa beinlínis velt því fyrir sér hvort atkvæðagreiðsla í ágúst sé raunhæfur möguleiki. „Það er þó allt raunhæft í þessu máli.“

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, hefur nefnt í samtölum við fjölmiðla að  ekki væri útilokað að sérstök atkvæðagreiðsla yrði um tillögunar í haust ef ekki tækist að klára málið í vor.

„Við í nefndinni erum enn að vonast til að þetta lýðræðismál verði ekki stoppað,“ segir Valgerður. „Ef það verður gert er auðséð að þeirri miklu vinnu sem var lögð í tillögurnar verður hent út um gluggann. Það sjá allir.“

Ekki er eining innan nefndarinnar um ákjósanlega meðferð tillagnanna. „Nefndin er klofin, meirihluti nefndarinnar lagði til að farið yrði með þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Minnihlutinn hefur lýst sig andvígan því.“

Valgerður segist ekki vilja spá fyrir um hversu líklegt henni þyki að þjóðaratkvæðagreiðsla verði samþykkt. „Ef þetta verður stoppað þurfum við að taka næstu ákvörðun. Ég er þó að vona að menn hafi vit til að gera það ekki.“

 Valgerður segist ekkert vilja tjá sig um hvað gerist ef ekki takist að láta atkvæðagreiðsluna fara fram í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert