Viðræðum við ESB ekki lokið fyrir kosningar

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.

Fram kom í máli Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag að hann teldi að viðræðum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið yrði ekki lokið fyrir næstu þingkosningar sem að óbreyttu fara fram vorið 2013.

Össur var þar að svara fyrirspurn frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem spurði ráðherrann að því hvort hann teldi að viðræðurnar yrðu hugsanlega enn í gangi á fyrstu mánuðum næsta árs þegar kosningabaráttan í aðdraganda kosninganna væri hafin. Benti Bjarni á að talað hefði verið í byrjun um að drífa þyrfti umsókn til Brussel sem fyrst á meðan Svía gegndu forsæti innan Evrópusambandsins. Nú væru hins vegar liðin þrjú ár síðan.

Össur rifjaði upp þau orð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að hún vildi klára viðræðurnar á þessu ári en hann sagðist telja að til þess að svo mætti verða yrði að ganga rösklega til verks. Sagðist hann sjálfur telja ákaflega hæpið að það tækist. Sagði hann ástæðu þess einkum að rekja til landbúnaðar- og sjavarútvegsmálanna.

Ráðherrann sagði að væntanlega yrði þá að semja um það á vettvangi Alþingis að fresta frekari viðræðum á meðan kosningabaráttan færi fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka