Enginn málflutningur næstu vikur

Hæstiréttur
Hæstiréttur mbl.is / Hjörtur

Enginn málflutningur verður í Hæstarétti í þessari viku né næstu tvær vikur þar á eftir. Hefðbundin dagskrá hefst því ekki hjá réttinum fyrr en 16. apríl nk. Kemur þetta til vegna anna dómara og páskanna.

Þorsteinn I. Jónsson skrifstofustjóri Hæstaréttar segir að sökum meðferðar máls Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdómi hafi ekki nema um helmingur dómara verið við störf hjá Hæstarétti síðustu vikurnar. Því hafi kærumál safnast saman hjá réttinum, en það eru mál sem áður dreifðust á tólf dómara en hafa að undanförnu dreifst á sex dómara. „Þar af leiðandi var ákveðið að hafa ekki málflutning í þessari viku, meðal annars til að geta grynnkað á þessum bunka. Auk þess eru tveir dómarar fjarverandi vegna annarra embættisanna.“   

Þá er ekki hefð fyrir málflutningi í Hæstarétti í dymbilviku né páskaviku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert