Gildistíminn verður 20 ár

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kynntu frumvörpin á blaðamannafundi …
Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kynntu frumvörpin á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Golli

Framsal aflahlutdeildar verður bundið við gildistíma (20 ár) upphafsnýtingarleyfa og takmarkað með skýrum ákvæðum, að því er fram kom í máli Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á blaðamannafundi um nýja kvótafrumvarpið fyrir stundu.

Framlengist nýtingarleyfi breytast þau í „hrein“ nýtingarleyfi, þ.e. framsal þeirra er ekki heimilt. Við framsal aflahlutdeildar, á 20 ára tímabilinu, nýtur ríkið 3% heimfallsréttar af hlutdeildinni, sem er ráðstafað í flokk 2.

Þá kom fram að strandveiðar yrðu með óbreyttu sniði en stefnt verður að því að draga úr rækju- og skelbótum og byggðakvóta til þess að geta byrjað með eins stóran leigupott og mögulegt er. Ef forsendur skapast til aukningar á aflahlutdeild stækkar leigupotturinn ört.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert