Hafnar ásökunum um áróður

„Því hafna ég að sjálf­sögðu enda var fjallað um þetta efni frá öll­um hliðum og dregn­ir fram bæði kost­ir og gall­ar þessa hluta byggðastefnu ESB,“ seg­ir Gísli Ein­ars­son, rit­stjóri sjón­varpsþátt­anna Land­ans í Rík­is­sjón­varp­inu, í yf­ir­lýs­ingu þar sem hann svar­ar skrif­um Björns Bjarna­son­ar, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, á vefsíðunni Evr­ópu­vakt­in í gær. Þar gagn­rýndi Björn þátt­inn sem sýnd­ur var í gær­kvöldi fyr­ir það að vera áróður fyr­ir aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Gísli hafn­ar því meðal ann­ars al­farið að um­fjöll­un um byggðastyrki Evr­ópu­sam­bands­ins ætti ekki heima í Land­an­um: „Staðreynd­in er sú að Land­inn hef­ur ít­rekað fjallað um byggðamál með ýms­um hætti. Hugs­an­leg aðild að ESB myndi vænt­an­lega hafa um­tals­verð áhrif hér á landi, ekki síst á lands­byggðinni. Það deila menn hins­veg­ar um hvort þau áhrif yrðu til góðs eða ills en hvort sem er, þá er það byggðamál!

Þá vís­ar hann því einnig á bug að Land­inn sé kostaður af öðrum en RÚV eins og hann seg­ir Björn halda fram: „Því er við að bæta að Land­inn hef­ur ekki þegið nein­ar greiðslur af ESB, gjaf­ir eða fyr­ir­greiðslur af neinu tagi, né hef­ur þætt­in­um eða stjórn­end­um hans verið boðið neitt slíkt. Þetta hefði Björn líka fengið að vita hefði hann spurt. Mér þykir hann hins­veg­ar ekki hafa sýnt sann­leik­an­um neina sér­staka for­vitni en í staðinn fór hann þá leið að búa til sína eig­in út­gáfu af hon­um.“

Yf­ir­lýs­ingu Gísla má lesa í heild í viðhengi við frétt­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert