Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir koma til greina að ráðstafa auknum tekjum ríkissjóðs vegna sérstaks veiðigjalds til samgöngumála og til að efla rannsóknarsjóði, svo dæmi sé tekin. Jarðgöng séu hlutur sem rætt hafi verið um en engar ákvarðanir verið teknar um slíkt.
Þessari sýn liggur til grundvallar að tekjur ríkisins aukist í raun við hækkun veiðigjalds og er Steingrímur aðspurður sannfærður um að svo sé. Hann hafnar þar með þeirri gagnrýni Landssambands íslenskra útvegsmanna að hærra veiðigjaldið komi niður á rekstri útgerðarinnar og þar með tekjum ríkissjóðs til framtíðar.