Kaupmáttur svipaður og 2004

Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands.
Biðröð við húsakynni Fjölskylduhjálpar Íslands. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Á ár­inu 2011 voru rúm­lega 40 þúsund eða 13,6% lands­manna und­ir lág­tekju­mörk­um eða í hættu á fé­lags­legri ein­angr­un. Tekj­ur Íslend­inga dreifðust jafn­ar árið 2011 en þær hafa gert síðan mæl­ing­ar hóf­ust með lífs­kjara­rann­sókn Hag­stof­unn­ar árið 2004. Kaup­mátt­ur er svipaður hér og árið 2004.

Til að falla í hóp þeirra sem eru und­ir lág­tekju­mörk­um eða í hættu á fé­lags­legri ein­angr­un þurfa ein­stak­ling­ar að upp­fylla eitt eða fleiri af eft­ir­töld­um skil­yrðum: vera und­ir lág­tekju­mörk­um, búa við veru­leg­an skort á efn­is­leg­um gæðum eða búa á heim­il­um þar sem vinnuþátt­taka er mjög lít­il.

Eitt af fimm lyk­il­mark­miðum 2020 áætl­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins er að fækka þeim sem eru und­ir lág­tekju­mörk­um eða í hættu á fé­lags­legri ein­angr­un.

Færri Íslend­ing­ar und­ir fá­tækra­mörk­um en ann­ars staðar

Árið 2010 var Ísland með lægsta hlut­fallið meðal þeirra Evr­ópu­landa sem standa að mæl­ing­unni. Mæl­ing­in bygg­ist á þrem­ur þátt­um: heim­ilis­tekj­um, vinnuþátt­töku heim­il­is­manna og hvað heim­il­in geta leyft sér af efn­is­leg­um gæðum. Hlut­fall ein­stak­linga und­ir lág­tekju­mörk­um var 9,2 en það hef­ur ekki mælst lægra.

Árið 2011 bjuggu 6% lands­manna á heim­il­um þar sem vinnu­hlut­fall var mjög lágt. Þeir sem búa við mjög lágt vinnu­hlut­fall skil­grein­ast þannig að þeir eru yngri en 60 ára og búa á heim­il­um þar sem heim­il­is­menn á vinnualdri (18 til 59 ára sam­kvæmt skil­grein­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins) unnu minna en 20% af því sem þeir gætu unnið ef þeir væru all­ir í fullu starfi.

2% lands­manna bjuggu við veru­leg­an skort í fyrra

Árið 2011 bjuggu 2% lands­manna við veru­leg­an skort á efn­is­leg­um gæðum. Til að telj­ast búa við veru­leg­an skort á efn­is­leg­um gæðum þarf að upp­fylla fjög­ur af eft­ir­far­andi atriðum; hafa lent í van­skil­um með lán, hafa ekki efni á fríi með fjöl­skyld­unni, hafa ekki efni á kjöt-, fisk- eða græn­met­is­máltíð ann­an hvern dag, geta ekki mætt óvænt­um út­gjöld­um, hafa ekki efni á heimasíma eða farsíma, sjón­varps­tæki, þvotta­vél, bíl eða nægj­an­legri hús­hit­un.

Af þeim Evr­ópuþjóðum sem fram­kvæma lífs­kjara­rann­sókn­ina er lægst hlut­fall fólks á Íslandi und­ir lág­tekju­mörk­um eða í hættu á að lenda í fé­lags­legri ein­angr­un. Næstu þjóðir þar á eft­ir eru Tékk­ar, Norðmenn og Sví­ar. Þær þjóðir þar sem fólk lend­ir helst und­ir lág­tekju­mörk­um eða í fé­lags­legri ein­angr­un eru Lett­land, Rúm­en­ía og Búlga­ría.

Jafn­ari tekju­dreif­ing en áður

Tekj­ur Íslend­inga dreifðust jafn­ar árið 2011 en þær hafa gert síðan mæl­ing­ar hóf­ust með lífs­kjara­rann­sókn Hag­stof­unn­ar árið 2004. Bilið milli tekju­hópa hef­ur minnkað veru­lega frá ár­inu 2009 og er tekju­hæsti fimmt­ung­ur­inn nú með 3,3 sinn­um hærri tekj­ur en sá lægsti. Til sam­an­b­urðar var hlut­fallið 4,2 árið 2009, seg­ir í frétt á vef Hag­stofu Íslands.

Ráðstöf­un­ar­tekj­ur á neyslu­ein­ingu á föstu verðlagi miðað við vísi­tölu neyslu­verðs sýna að kaup­mátt­ur er svipaður og hann var árið 2004 hjá öll­um tekju­hóp­um. Á ár­un­um 2004 til 2009 jókst kaup­mátt­ur hjá öll­um tekju­hóp­um, en mest í tekju­hæsta fimmt­ungn­um. Jafn­framt dróst kaup­mátt­ur tekju­hæsta fimmt­ungs­ins meira sam­an en hjá öðrum árin 2010 og 2011.

Skýrsla Hag­stof­unn­ar í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert