Könnuðust ekki við málið

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, …
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag. mbl.is/Hjörtur

Tals­vert var rætt um það á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í dag hvort Ísland væri í aðlög­un­ar­ferli að Evr­ópu­sam­band­inu eða ekki. Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra var gest­ur fund­ar­ins og þver­tók hann fyr­ir það að slík aðlög­un ætti sér stað. Sagði hann að gengið hefði verið þannig frá mál­inu að Ísland þyrfti ekki að fara í slíka aðlög­un sam­hliða viðræðum um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið eins og ann­ars væri hefðbundið þegar ríki sæktu um inn­göngu í sam­bandið. Um væri þannig að ræða sér­stakt ferli í til­felli Íslands.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, nefndi sem dæmi um að aðlög­un væri þegar í gangi aug­lýs­ingu frá Rík­is­skatt­stjóra sem birt­ist í dag­blöðum ný­verið þar sem aug­lýst var eft­ir starfs­manni til tíma­bund­ins verk­efn­is til þess að sjá um aðlög­un tölvu­kerfa embætt­is­ins að kröf­um Evr­ópu­sam­bands­ins vegna um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í sam­bandið. Sagði hún þetta alls ekki eina dæmið en hins veg­ar væri ekki hægt að tala skýr­ar en í um­ræddri aug­lýs­ingu sem hún las upp úr á fund­in­um.

Spurði Ragn­heiður Össur hvaða heim­ild væri fyr­ir því í áliti meiri­hluta ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, sem lagt var til grund­vall­ar þegar sótt var um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sum­arið 2009, að stofn­an­ir gætu ráðið starf­menn sér­stak­lega til þess að sjá um aðlög­un að sam­band­inu vegna um­sókn­ar­inn­ar.

Össur svaraði því til að hann þekkti ekki til þessa máls. Ragn­heiður ít­rekaði spurn­ingu sína síðar á fund­in­um hvaða heim­ild væri að finna fyr­ir slík­um ráðning­um og sagðist Össur þá þegar hafa svarað spurn­ing­unni. Hann þekkti ekki til þessa máls og vildi því ekki tjá sig um það. Fyrr á fund­in­um hafði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og lands­búnaðarráðherra, svarað með sama hætti aðspurður. Að hann þekkti ekki málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert