Lögmaður Seðlabanka Íslands krefst þess að Héraðsdómur Reykjavíkur vísi frá máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, en hann fer þess á leit að úrskurður Kjararáðs um launakjör hans verði ógiltur. Tekist er á um málið fyrir héraðsdómi í dag.
Þrjár ástæður eru fyrir því að lögmaður Seðlabankans fer fram á frávísun. Telur hann að ekki beri að stefna formanni bankaráðs Seðlabankans til fyrirsvars en frekar þeim ráðherra sem fari með málefni Seðlabankans, einnig krefjast hafi átt þess að fleiri úrskurðir Kjararáðs verði ógiltir og að síðustu að íslenska ríkið ætti einnig að vera aðili að málinu, alla vega sem réttargæslumaður.
Munnlegur málflutningur heldur áfram.