Kvótafrumvarpið í 14 liðum

Þorskur.
Þorskur. mbl.is/ÞÖK

„Megingrein frumvarps um stjórn fiskveiða er 1. gr. þess en hún tryggir að nytjastofnar við Ísland séu ævarandi sameign þjóðarinnar og að ríkið fyrir hönd þjóðarinnar ráðstafi veiðheimildum með tiltekin markmið að leiðarljósi.“ Svo hefst nýtt kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem er komið á vefinn.

Meginmarkmið frumvarpsins eru sögð fimm talsins en nálgast má samantekt á frumvarpinu hér sem er í fjórtán liðum.

a. Að stuðla að verndun og sjálfbærri nýtingu fiskistofna við Ísland.

b. Að stuðla að farsælli samfélagsþróun með hagsmuni komandi kynslóða að leiðarljósi.

c. Að treysta atvinnu og byggð í landinu.

d. Að hámarka þjóðhagslegan virðisauka af sjávarauðlindinni og tryggja þjóðinni eðlilega auðlindarentu.

e. Að sjávarútvegurinn sé arðsamur og búi við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert