Ólafur Ragnar á norðurslóðaráðstefnu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands mbl.is/Golli

For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, flyt­ur í dag lokaræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um framtíð norður­slóða sem hald­in er af Fletcher School við Tufts-há­skól­ann í Bost­on.

Ræða for­seta ber heitið „The Arctic: A New Model for Global Cooperati­on“.

Upp­hafs­ræðu ráðstefn­unn­ar flutti í gær John Kerry, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings og for­setafram­bjóðandi demó­krata árið 2004.

Þátt­tak­end­ur í ráðstefn­unni eru sér­fræðing­ar og áhrifa­menn í mál­efn­um norður­slóða, svo og pró­fess­or­ar og nem­end­ur við Tufts-há­skól­ann.

Á ráðstefn­unni er fjallað um hvernig haga beri nýt­ingu auðlinda á norður­slóðum, um­hverf­is­vernd og þróun frek­ari sam­vinnu. Einnig er rætt um áhrif norður­slóða á heimsvísu, hvaða lær­dóma megi draga af reynslu síðustu ára og hvernig bregðast eigi við auk­inni sókn ríkja frá öðrum heims­hlut­um, t.d. Asíu og Evr­ópu, í aðgang að norður­slóðum og auðlind­um þeirra, seg­ir í til­kynn­ingu frá for­seta­embætt­inu.

Í ræðu sinni mun for­seti fjalla um sam­starfs­formið sem fest hef­ur verið í sessi á norður­slóðum, þátt al­manna­sam­taka, frum­byggja og vís­inda­sam­fé­lags í stefnu­mót­un, ár­ang­ur af opn­ari vinnu­brögðum en tíðkast hafa á öðrum sviðum alþjóðamála og aðhaldið sem áhersl­ur á lýðræði og vís­inda­rann­sókn­ir skapa stefnu­mót­un­inni.

Þá mun for­seti reifa hvernig það sam­starfs­form sem rík­in á norður­slóðum hafa mótað á síðastliðnum 10-15 árum get­ur nýst í öðrum heims­hlut­um. John Kerry áréttaði í ræðu sinni í gær að Banda­rík­in yrðu að gera sig mun meira gild­andi í mál­efn­um norður­slóða.

„Það skipti miklu máli í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um og gæti eflt vit­und al­menn­ings um hvað væri í húfi.“ Hann rakti niður­stöður ým­issa nýrra vís­inda­rann­sókna „sem sýna að aðeins fá­ein ár eru til stefnu ef mann­kyni á að tak­ast að koma í veg fyr­ir hrika­leg­ar af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga. Það væri stærsta verk­efni sam­tím­ans,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert