Ríkið tekur yfir 70%

Steingrímur og Jóhanna Sigurðardóttir í upphafi blaðamannafundarins í Víkinni í …
Steingrímur og Jóhanna Sigurðardóttir í upphafi blaðamannafundarins í Víkinni í sjóminjasafninu við Grandagarð í Reykjavík þar sem kvótafrumvarpið var kynnt mbl.is/Golli

LÍÚ seg­ir að með nýju kvótafrum­varpi sé horfið frá kröf­um um hag­kvæm­an sjáv­ar­út­veg, afla­heim­ild­ir gerðar upp­tæk­ar til póli­tískr­ar end­urút­hlut­un­ar og of­ur­skatt­ar lagðir á grein­ina.

„Stór og smá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki víðsveg­ar um landið hafa með hagræðingu, kaup­um á afla­heim­ild­um og stór­auk­inni tækni­væðingu á sl. 20 árum breytt ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi í arðbæra at­vinnu­grein sem skil­ar um­tals­verðum tekj­um í þjóðarbúið,“ seg­ir í frétt á vefsíðu LÍÚ.

„Slík­ar aðgerðir munu draga all­an hvata úr nú­ver­andi kerfi, koma í veg fyr­ir fjár­fest­ing­ar, gera ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg óhag­kvæm­an og leggja þung­ar byrðar á lands­byggðina.“

Í frétt­inni seg­ir að þar sem ekk­ert sam­ráð hafi verið haft við út­vegs­menn við gerð frum­varps­ins, hafi ekki gef­ist kost­ur á að greina það í heild. En þeim virðist sem svo að ríkið ætli að taka til sín 70% af áætluðum hagnaði út­gerðar og fisk­vinnslu í sér­stakt veiðigjald.

Að auki ætli ríkið að inn­heimta átta krón­ur á  þorskí­gildi í svo­kallað al­mennt veiðigjald. „Ætla má að það muni nema rúm­um 3,5 millj­örðum á næsta fisk­veiðiári.“

Einnig telja út­gerðar­menn að með þess­ari skatt­lagn­ingu sé rekstr­ar­grund­velli kippt und­an fjöl­mörg­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um víðsveg­ar um landið.

Frétt­in á vefsíðu LÍÚ


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert