Skili ríkinu 18 til 20 milljörðum

Sérstaka veiðigjaldið mun skila ríkissjóði 18 til 20 milljörðum króna árlega á næstu þremur árum en að frádregnum tekjum nú og áætlaðri lækkun tekjuskatts verði aukinn 11 til 13 milljarðar króna á ári.

Hins vegar verður um að ræða grunngjald sem allir greiða, 8 kr. fyrir þorskígildiskíló og svo sérstaka veiðigjaldið sem verður tengt áætlaðri rentu hvers árs.

Gert er ráð fyrir að bátar upp að 30 tonnum verði undanþegnir sérstöku veiðigjaldi og bátar frá 30-100 tonnum greiði helminginn af slíku gjaldi. Ákvæði um veiðigjöld eru sett fram í sjálfstæðu frumvarpi.

Tekjum af útleigum veiðiheimilda verður deilt með ríkissjóði, sveitarfélögum og markaðs- og þróunarsjóði fyrir sjávarútveginn (40%-40%-20%). Með stækkandi leigupotti aukast þessar tekjur. Þá er um að ræða talsvert lægri tekjur en veiðigjöldin skila, en ætla má að þær geti numið 2,5 til 3,5 milljörðum króna í byrjun, að því er segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert