Steingrímur var á móti veiðigjaldi

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Eggert Jóhannesson

Fyrir fimmtán árum lét Steingrímur J. Sigfússon, núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þau orð falla á fundi um veiðigjald á Akureyri að slíkt gjald væri óskynsamlegur skattur og óréttlátur. Lýsti hann þá áformum um slíka hækkun sem „ósköpum“. Nú boðar hann hækkun veiðigjalds.

Einblöðungi með grein um þessa skoðun Steingríms var dreift á blaðamannafundinum í Víkinni, sjóminjasafninu við Grandagarð, fyrr í dag.

Skjalið fylgir hér með sem pdf-skjal en orðrétt sagði Steingrímur í umræddri grein:

„Loks er það atriði sem kannski hefði átt að byrja á, þ.e. að ég tel margar miklu betri leiðir til að leysa þau vandamál sem stuðningsmenn veiðileyfagjalds telja sig ætla að leysa með veiðileyfagjaldi. Því þá að fara út í þessi ósköp. Það er hægt að skattleggja hagnað fyrirtækja með almennum aðferðum, ef menn sjá ofsjónum yfir leigu eða sölu veiðiheimilda er hægt að skattleggja það sérstaklega. Vilji menn skattleggja veiðiheimildirnar sérstaklega þá er auðvelt að gera það með því að láta viðskiptin fara yfir opinn markað þar sem verðið er gefið upp og hagnaðurinn liggur fyrir og hægt að taka eitthvað af honum í ríkissjóð.

Ef veiðileyfagjald á að leggja á af réttlætisástæðum er gjaldtaka nú þegar til staðar. Ég tel að þá væri miklu betra að gera breytingar á fiskveiðistjórninni sem endurspegluðu þá þann vilja þjóðarinnar að um einhvers konar nýtingar- en ekki eignarrétt væri að ræða.“

Loðna.
Loðna. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert