Þingflokkar beggja stjórnarflokkanna hafa fyrir sitt leyti samþykkt frumvörpin tvö um stjórn fiskveiða, sem ríkisstjórnin samþykkti sl. föstudag.
Þetta kom fram hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á blaðamannafundi nú síðdegis þar sem hún og Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, kynntu frumvörpin.
Jóhanna sagði að í frumvörpunum fælist mikil kerfisbreyting þar sem arðurinn af sjávarauðlindinni renni meira til þjóðarinnar en verið hafi. „Loksins fær þjóðin sanngjarnan arð af sinni auðlind,“ sagði Jóhanna.
„Við erum að ná því sem við köllum innköllun og endurúthlutun á aflaheimildum,“ bætti Jóhanna við.