Hafinn er undirbúningur að því að breyta DC-3 flugvélinni Páli Sveinssyni í farþegavél en Þristavinafélagið sér um rekstur vélarinnar sem var um árabil notuð til farþegaflugs hjá Flugfélagi Íslands og síðan til áburðarflugs.
Þetta myndi auka notagildið og hjálpa til við reksturinn en núna þarf að fá styrktaraðila fyrir hvert flug.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að norrænu þristavinafélögin reka öll DC-3 flugvélar sem farþegavélar og afla tekna til rekstrarins með því að bjóða útsýnisflug.