Ætla að skora á Kristínu Ingólfsdóttur

Kristín Ingólfsdóttir
Kristín Ingólfsdóttir mbl.is

Hópur fólks undirbýr nú áskorun á Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, að gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. 

„Þessi hópur lítur til víðtækrar og góðrar reynslu Kristínar í vandasömu hlutverki sem rektor, til þess árangurs sem skólinn hefur náð undir hennar handleiðslu og til þeirrar virðingar sem hún hefur aflað sér heima og erlendis í rektorsstarfi og sem vísindamaður á undanförnum árum.“

Þetta kemur fram í tilkynningu sem hópurinn sendi frá sér.

Þar segir að Kristín þyki mjög farsæll stjórnandi, „föst fyrir og ákveðin en jafnframt sanngjörn og afar vinsæl af þeim sem kynnast henni“.

Þessi hópur hefur áður leitað til Kristínar og hún gefið honum afsvar.

„Í ljósi niðurstöðu úr framangreindri skoðanakönnun undirbýr hópurinn  nýja áskorun til Kristínar, sem nú er stödd erlendis. Hópurinn telur rétt að koma þessu á framfæri nú í ljósi þeirrar miklu umræðu sem skapast hefur um forsetakjörið,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert