Vilja meira samráð við þingið

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is gagn­rýndu það á fundi nefnd­ar­inn­ar í dag með Öss­uri Skarp­héðins­syni ut­an­rík­is­ráðherra að ekki væri haft nægj­an­legt sam­ráð við Alþingi vegna um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið eins og gert væri ráð fyr­ir í áliti meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar sem lagt var til grund­vall­ar þegar sótt var um inn­göngu sum­arið 2009.

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurði ráðherr­ann meðal ann­ars að því hver staðan væri varðandi mót­un samn­ings­mark­miða Íslands í viðræðunum um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið til að mynda í pen­inga­mál­um. Lagði hún áherslu á nauðsyn þess að Alþingi kæmi að mót­un samn­ings­mark­miða lands­ins og að virkt sam­ráð væri haft við þingið á öll­um stig­um í stað þess að það stæði ein­fald­lega frammi fyr­ir orðnum hlut.

Þingmaður­inn kallaði eft­ir því að fleiri gögn tengd mál­inu væru sett á netið og þannig gerð aðgengi­leg al­menn­ingi. Spurði hún sér­stak­lega um fund­ar­gerðir vegna funda Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, með ráðamönn­um inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins á þessu ári. Í það minnsta væri æski­legt að ut­an­rík­is­mála­nefnd væri upp­lýst um þau gögn.

Sagðist Össur ekki hlynnt­ur því að setja slíkt efni á netið enda færu fram trúnaðarsam­töl á slík­um fund­um. Mik­il­vægt væri að þeir sem ís­lensk­ir ráðamenn ræddu við gætu treyst því að trúnaður ríkti um þau sam­töl og að þau væru ekki kom­in í fjöl­miðla strax á eft­ir. Það væri líka ávís­un á að menn ræddu mál­in á mun op­in­skárri hátt en ella.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert