Heimili biður um gjaldþrot

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fram á gjaldþrotaskiptameðferð heimilismanns vegna ógreidds dvalarkostnaðar og verður sú beiðni tekin fyrir fljótlega í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þetta kemur fram í grein sem Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, ritar í blaðið í dag.

„Þetta hljómar ótrúlega en er engu að síður blákaldur veruleiki. Þar að auki er það nú heldur nöturlegt að sá aðili sem hjúkrar og sinnir velferð heimilismannsins skuli einnig vera settur í þá ömurlegu aðstöðu að þurfa að gera skjólstæðing sinn gjaldþrota,“ segir Gísli Páll.

Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríksins bar manninum, sem fæddur er árið 1943, að greiða 1,3 milljónir kr. vegna ársins 2010 og svo 311.741 krónu á mánuði á yfirstandandi ári eða samtals 3,7 milljónir í ár. Þessi heimilismaður hefur aldrei greitt krónu af þessum kröfum og hefur hjúkrunarheimilið falið innheimtufyrirtæki að innheimta skuldina.

Tapið hvergi bætt

Staða málsins nú er sú að búið er að fara fram á gjaldþrotaskiptameðferð en beiðni um gjaldþrot er nauðsynleg til þess að ganga úr skugga um hvort heimilismaðurinn geti greitt þessa kostnaðarhlutdeild. Verði niðurstaðan sú að maðurinn verði úrskurðaður gjaldþrota tapar hjúkrunarheimilið rúmlega fimm milljónum króna og fær það tap hvergi bætt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert