Keypti stóran hluta miða í Herjólf

Frá þjóðhátíð í Herjólfsdal.
Frá þjóðhátíð í Herjólfsdal. mbl.is

Fulltrúar Þjóðhátíðarnefndar keyptu í morgun stóran hluta miða í Herjólf dagana fyrir og eftir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum síðar á árinu. Þeir voru þá þegar settir í sölu á vefsvæði Þjóðhátíðar þar sem boðið er upp á pakkaferðir; ferð með Herjólfi, miða inn á svæðið og gistingu. Mikil ásókn er í miða.

Páll Scheving, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að brugðið hafi verið á þetta ráð í ljósi reynslunnar, en í fyrra seldist upp á tveimur dögum í ferðir til Vestmannaeyja á fimmtudegi og föstudegi fyrir Þjóðhátíð og eins frá Eyjum mánudag og þriðjudag. Þjóðhátíðarnefnd keypti stóran hluta ferða með Herjólfi þessa daga.

Þrátt fyrir að selst hafi upp í ferðirnar í fyrra hafi nýting Herjólfs verið slök. Helgast það af því, að fólk kaupir sér miða til Vestmannaeyja án þess að hafa tekið ákvörðun um að fara á Þjóðhátíð, eða það kaupir sér bæði í Herjólf og ferð með flugi til að tryggja sig í bak og fyrir. „Við erum að gera það sem hver sem er getur gert, að fara á staðinn og kaupa miða,“ segir Páll.

Páll tekur fram að Þjóðhátíðarnefnd hafi ekki keypt alla miðana, og ekki á laugardegi eða sunnudegi. Hann segir að ekki sé lagt álag á miðana og að mikið álag hafa verið á miðasölukerfinu í morgun, og sala gangi vel. „Þegar fjárfestingin er orðin stærri er líklegra að hún sé nýtt.“

Um er að ræða nýjung, þ.e. að boðið sé upp á pakkaferð á Þjóðhátíð með gistingu. Bæði verður tjaldað í knattspyrnuhúsinu í Eyjum en einnig verður boðið upp á kynjaskipta gistingu í íþróttahúsinu. Er þá um svefnpokapláss að ræða.

Þá er hægt að dreifa greiðslum fyrir pakkaferðirnar vaxtalaust í fjóra mánuði.

Herjólfur í Landeyjarhöfn
Herjólfur í Landeyjarhöfn Ómar Óskarsson
Þjóðhátíð í Eyjum
Þjóðhátíð í Eyjum mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert