Umræður eru hafnar á Alþingi um tillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Samþykkt var á þingfundi að fundur mætti standa fram eftir kvöldi.
Tillaga stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er umdeild. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn leggjast gegn tillögunni, en stjórnarflokkarnir og Hreyfingin styðja tillöguna.
Tillöguna þarf að afgreiða fyrir lok mánaðarins ef hægt á að vera að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram samhliða forsetakosningum.
Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, gerði grein fyrir tillögunni. Hún tók fram að nefndin ætti eftir að fá tillöguna aftur til umræðu og hún útilokaði ekki að breytingar yrðu gerðar á orðalagi tillögunnar. Hún hvatti minnihluta þingnefndarinnar til að taka þátt í umræðu um það.
Valgerður hafnaði þeim rökum andstæðinga tillögunnar að nefndin vissi ekkert hvað hún væri að fara með þessari tillögu. Hún vissi nákvæmlega hvert hún væri að fara.
Tillaga meirihluta nefndarinnar