„Frumvarpið um veiðigjald er eyðilegging á sjávarútveginum. Það er vegna þess að nánast allur hagnaður er tekinn út úr greininni. Þær upplýsingar sem hafa komið frá ríkisstjórninni um að sérstaka veiðigjaldið muni nema 11-13 milljörðum, að meðtöldum frádráttarliðum, er röng tala. Talan er nærri 32 milljörðum og það er nánast tíföldun á veiðigjaldinu,“ segir Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ. „Það er nánast allur hagnaður tekinn úr greininni.“