Olíufélagið Skeljungur hefur hækkað verð á bensíni og kostar nú lítrinn 268,7 hjá stöðvum félagsins. Nemur hækkunin fjórum krónum. N1 og Olís hafa einnig hækkað verð, í 266,5 krónur á lítrann.
Orkan, Atlantsolía og ÓB hafa ekki hækkað verð sitt, en það er 262,2-262,3 krónur.