Spyr um samskipti RÚV við ESB

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason Ómar Óskarsson

Í fyr­ir­spurn sinni til mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra í dag, spurði Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, um sam­skipti RÚV við Evr­ópu­sam­bandið.

Ásmund­ur spyr þar hvort stjórn RÚV, út­varps­stjóri, dag­skrár­stjóri og frétta­stjóri hafi mótað regl­ur um sam­skipti RÚV við Evr­ópu­sam­bandið og stofn­an­ir á þess veg­um (þar á meðal Evr­ópu­stofu) vegna aðild­ar­viðræðna Íslands?

„Ef svo er, hverj­ar eru þær regl­ur?“ spyr Ásmund­ur.

Hann spyr einnig hvort starfs­menn RÚV hafi þegið kynn­is­ferðir kostaðar af Evr­ópu­sam­band­inu eða stofn­ana á þess veg­um (þar á meðal Evr­ópu­stofu). Sé svo, spyr hann  hversu marg­ar ferðir séum að ræða og hvaða starfs­menn hafa þegið slík­ar ferðir.

Ásmund­ur spyr líka hvort  RÚV hafi tekið við fjár­mun­um frá Evr­ópu­sam­band­inu eða stofn­un­um þess (þar á meðal Evr­ópu­stofu) í þeim til­gangi að kynna starf­semi sam­bands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert