Spyr um samskipti RÚV við ESB

Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason Ómar Óskarsson

Í fyrirspurn sinni til mennta- og menningarmálaráðherra í dag, spurði Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, um samskipti RÚV við Evrópusambandið.

Ásmundur spyr þar hvort stjórn RÚV, útvarpsstjóri, dagskrárstjóri og fréttastjóri hafi mótað reglur um samskipti RÚV við Evrópusambandið og stofnanir á þess vegum (þar á meðal Evrópustofu) vegna aðildarviðræðna Íslands?

„Ef svo er, hverjar eru þær reglur?“ spyr Ásmundur.

Hann spyr einnig hvort starfsmenn RÚV hafi þegið kynnisferðir kostaðar af Evrópusambandinu eða stofnana á þess vegum (þar á meðal Evrópustofu). Sé svo, spyr hann  hversu margar ferðir séum að ræða og hvaða starfsmenn hafa þegið slíkar ferðir.

Ásmundur spyr líka hvort  RÚV hafi tekið við fjármunum frá Evrópusambandinu eða stofnunum þess (þar á meðal Evrópustofu) í þeim tilgangi að kynna starfsemi sambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert