Vilja fá að kjósa um aðildarviðræður

mbl.is/Reuters

Stjórn Sam­bands ungra fram­sókn­ar­manna krefst þess að Alþingi veiti þjóðinni vald til að ákv­arða um áfram­hald­andi aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið í at­kvæðagreiðslu í sum­ar sam­hliða for­seta­kosn­ing­um.

Þetta kem­ur fram í álykt­un sem stjórn­in sendi frá sér í kvöld, 27. mars.

„Aðild­ar­ferlið hófst án raun­veru­legs umboðs þjóðar­inn­ar en eft­ir þær miklu breyt­ing­ar sem orðið hafa á efna­hags­legu um­hverfi Evr­ópu­sam­bands­ins tel­ur stjórn SUF að for­sendu­brest­ur hafi orðið frá því Alþingi samþykkti að hefja viðræðurn­ar og því mik­il­væg­ara en nokkru sinni að þjóðin fái að taka af­stöðu. Til að klára megi ferlið í ein­hverri sátt við þjóðina er mik­il­vægt að umboðið sé hreint og án vafa,“ seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert