Atlantsolía hefur hækkað bensín um fjórar krónur og kostar nú lítrinn 266,2 krónur. Orkan hefur ekki hækkað bensínið en öll hin olíufélögin hafa síðustu tvo daga hækkað verð sín.
Bensínið er dýrast hjá Skeljungi, kostar 268,7 kr. lítrinn og á N1 og Olís kostar lítrinn nú 266,5 krónur. ÓB hækkaði verð hjá sér í dag og kostar lítrinn þar 266,3 krónur.