Hvetja Alþingi til að ljúka umræðu

Merki Dögunar, samtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði.
Merki Dögunar, samtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði.

Dögun, samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, hvetur Alþingi til þess að ljúka í tæka tíð síðari umræðu á þingi á morgun, fimmtudag, 29. mars 2012, um tillögu að þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi frumvarp stjórnlagaráðs, samhliða forsetakosningum 30. júní næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Dögun sendi frá sér. 

Þar segir að Dögun vilji treysta kjósendum til þess að gefa Alþingi þau svör sem þingið leiti eftir í þessu grundvallarmáli. „Að öðrum kosti hvetur Dögun til þess að lögbundinn þriggja mánaða frestur verði styttur til þess að nýta tækifæri til þjóðaratkvæðis samhliða forsetakosningum.“

Dögun hvetur alla til þess að fjölmenna á þingpalla þegar síðari umræða um málið stendur yfir, á morgun, fimmtudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert