Ljótur blettur á störfum Alþingis

Maður er að reyna að ástunda hér ný vinnubrögð og að rita nýja stjórnarskrá er hluti af því en engu að síður hefur Alþingi átt undir högg að sækja og þetta var ljótur blettur á starfi Alþingis af hálfu Sjálfstæðisflokksins því miður. Þetta segir Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Í nótt varð að fresta atkvæðagreiðslu á þingi þar sem ekki voru nægilega margir þingmenn staddir í húsinu til að hægt væri að greiða atkvæði. 32 þingmenn þurfa að vera á staðnum en kvartað hefur verið yfir því að Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, hafi boðað of seint til atkvæðagreiðslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert