Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki skilja það uppnám sem varð á þinginu þegar fresta þurfti atkvæðagreiðslu í nótt. Farið hafi verið að þingskaparlögum í einu og öllu og þetta sé ekki í fyrsta skipti sem slíkt komi upp, líkt og haldið hafi verið fram.