Fundarmenn á opnum fundi um ímyndarmál bifhjólafólks lýsa yfir fullum stuðningi við lögreglu og stjórnvöld í starfi sínu við að uppræta skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi.
Vilja fundarmenn koma því á framfæri að almennt eru ekki tengsl á milli mótorhjólamanna og glæpagengja. Þetta segir í ályktun sem samþykkt var á opnum fundi á Grand hóteli í Reykjavík í gær, þriðjudag.