TR borgar alltaf meirihluta kostnaðar

mbl.is/Árni Torfason

Rík­is­sjóður greiðir í öll­um til­vik­um meiri­hluta kostnaðar fyr­ir hvert hjúkr­un­ar­rými þar sem íbúi greiðir aldrei meira en 311.741 krón­ur á mánuði en meðal­gjald sem hjúkr­un­ar­heim­ili fær fyr­ir hvern íbúa, sam­kvæmt reglu­gerð,  er 689.417 kr. á  mánuði.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins í til­efni af umræðu í fjöl­miðlum um þátt­töku íbúa á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­il­um í dval­ar­gjaldi.

„Þátt­taka í dval­ar­gjaldi fer eft­ir tekj­um íbúa og er reiknuð út frá tekju­áætlun sem líf­eyr­isþeg­inn ber ábyrgð á sé rétt. Til tekna telj­ast all­ar skatt­skyld­ar tekj­ur s.s. launa-, líf­eyr­is­sjóðs-,  og fjár­magn­s­tekj­ur. Eign­ir eins og verðbréf eða inn­eign­ir á banka­reikn­ing­um telj­ast ekki til tekna held­ur ein­göngu sú ávöxt­un sem eign­irn­ar mynda. Ef heild­ar­tekj­ur íbúa eru hærri en 65.005 kr. á mánuði eft­ir skatta þurfa þeir að greiða fyr­ir að búa á heim­il­inu með þeim tekj­um sem um­fram eru. Eng­inn þarf þó að greiða meira en 311.741 kr. á mánuði á ár­inu 2012, en það gera þeir sem eru með að lág­marki 376.746 kr. í tekj­ur eft­ir skatta. Aðeins þeir sem hafa náð 67 ára aldri taka þátt í greiðslu dval­ar­gjalds.

Þeir ein­stak­ling­ar sem hafa eng­ar tekj­ur eða lág­ar geta átt rétt á vasa­pen­ing­um. Vasa­pen­ing­ar eru tekju­tengd­ir og geta að há­marki orðið 46.873 kr. á mánuði á ár­inu 2012.

Við út­reikn­ing á þátt­töku í dval­ar­kostnaði eru born­ar sam­an út­reikn­ings­regl­ur eins og þær giltu árið 2006, í mars 2008 og eins og þær eru á þessu ári. Sú leið er val­in sem sýn­ir lægstu kostnaðarþátt­töku. Slík­ur sam­an­b­urður fer fram til árs­loka 2012.

Meðal­gjald sem hjúkr­un­ar­heim­ili fær fyr­ir hvern íbúa, sam­kvæmt reglu­gerð,  er 689.417 kr. á  mánuði  á ár­inu 2012.  Það er því ljóst að í öll­um til­vik­um greiðir rík­is­sjóður meiri­hluta kostnaðar fyr­ir hvert hjúkr­un­ar­rými þar sem íbúi greiðir aldrei meira en 311.741 kr.

Þegar um dval­ar­rými er að ræða fær heim­ili  311.741 kr. á mánuði fyr­ir hvern íbúa.  Það er því í ein­hverj­um til­vik­um að íbúi greiðir að fullu fyr­ir sína bú­setu, án aðkomu rík­is­sjóðs.

Sam­kvæmt lög­um eru dag­gjöld til hjúkr­un­ar­heim­ila greidd fyr­ir­fram. Trygg­inga­stofn­un greiðir full dag­gjöld til heim­il­anna sem inn­heimta síðan hlut vist­manna.  Hafi heim­ilið ekki end­ur­greitt þátt­töku­gjaldið fjór­um mánuðum síðar er það dregið frá greiðslum til heim­il­anna.  Þegar um dval­ar­rými er að ræða er þátt­töku­gjaldið dregið frá strax og aðeins hlut­ur hins op­in­bera greidd­ur.

Sömu regl­ur um þátt­töku­gjald gilda fyr­ir þá sem fá vist­un­ar­mat vegna bú­setu á hjúkr­un­ar­rými á heil­brigðis­stofn­un og þá sem dvelja leng­ur en 30 daga sam­fellt á sjúkra­stofn­un sem er á föst­um fjár­lög­um.

Líf­eyr­isþegi sem dvel­ur leng­ur en 30 daga sam­fellt á sjúkra­stofn­un sem er á föst­um fjár­lög­um hætt­ir að fá bæt­ur frá Trygg­inga­stofn­un ef dvöl­in hef­ur varað leng­ur en sex mánuði sam­tals á síðustu 12 mánuðum.  Frá þeim tíma get­ur viðkom­andi ein­stak­ling­ur þurft að taka þátt í að greiða fyr­ir dvöl­ina á sjúkra­stofn­un­inni og gilda sömu regl­ur um út­reikn­ing á dval­ar­gjaldi og fyr­ir þá sem búa á dval­ar- eða hjúkr­un­ar­heim­ili,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá TR.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert