Hafna ásökunum um málþóf

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu á Alþingi í dag að hann teldi það furðulegt að saka sjálfstæðismenn um að stunda málþóf í þinginu í umræðum um þingsályktunartillögu þess efnis að fram fari þjóðaratkvæði í sumar um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.

Bjarni benti á að málið hefði aðeins komið inn í þingið í síðustu viku og síðan hefði það fengið forgang á dagskrá þess. Það hefði þar af leiðandi enn sem komið er ekki verið mikið rætt. Hann sagði að það væri ekki sök Sjálfstæðisflokksins að stjórnarmeirihlutinn væri að renna út á tíma með málið.

Fyrr í dag sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni í umræðum um sama mál að hann hefði ekki í hug á því að standa í málþófi um það og ætlaði því að tala stutt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert