Hitametið í mars fallið

Það hefur verið heitt við Kvísker í dag.
Það hefur verið heitt við Kvísker í dag. Morgunblaðið/RAX

Hiti á Kvískerjum í Öræfum fór fyrir hádegi í dag upp í 18,6 gráður. Þetta er mesti hiti sem mælst hefur í marsmánuði á Íslandi. Eldra metið er orðið yfir 60 ára gamalt, en hiti fór í 18,3 gráður á Sandi í Aðaldal árið 1948.

Dagurinn er ekki búinn og því ekki út séð með hvað hitamælirinn við Kvísker fer í.

Mjög heitt er búið að vera á Suðausturlandi í dag. Þannig fór hiti á Höfn í Hornafirði upp fyrir 18 gráður og hiti á Teigarhorni í Berufirði mældist 18 gráður.

Mesti hiti á Íslandi sem mælst hefur síðan mælingar hófust er 30,5°C á Teigarhorni í Berufirði. Þetta var 22. júní 1939.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert