Iðnaðurinn á móti aðild að ESB

68,8% fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins segjast vera á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu eða sennilega á móti aðild. Veruleg andstaða er líka við að Ísland taki upp evru.

Góður stuðningur hefur að jafnaði verið innan Samtaka iðnaðarins við aðild Íslands að ESB. Andstaðan hefur hins vegar aukist og hefur aldrei verið meiri. Nú segjast 58,7% vera á móti aðild að ESB en 27,4% segjast vera henni fylgjandi. Í könnun sem gerð var fyrir samtökin árið 2007 sögðust 39,4% verið hlynnt aðild og 43,4% vera andvíg aðild.

Þegar spurt er hvort Ísland eigi að halda áfram viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu segja 44,4% að við eigum að halda viðræðum áfram, en 43,5% segja að við eigum að hætta þeim.

45% svarenda sögðust á móti því að Ísland tæki upp evru, en 36,5% sögðust vilja að Ísland tæki upp evru.

Könnunin var gerð meðal félagsmanna í Samtökum iðnaðarins dagana 12. janúar - 7. febrúar. Könnunin var net- og símakönnun. Úrtakið var 593. 374 svöruðu og var svarhlutfall því 63,1%.

Könnunin í heild sinni

mbl.is/Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka