Iðnaðurinn á móti aðild að ESB

68,8% fyr­ir­tækja inn­an Sam­taka iðnaðar­ins segj­ast vera á móti aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu eða senni­lega á móti aðild. Veru­leg andstaða er líka við að Ísland taki upp evru.

Góður stuðning­ur hef­ur að jafnaði verið inn­an Sam­taka iðnaðar­ins við aðild Íslands að ESB. Andstaðan hef­ur hins veg­ar auk­ist og hef­ur aldrei verið meiri. Nú segj­ast 58,7% vera á móti aðild að ESB en 27,4% segj­ast vera henni fylgj­andi. Í könn­un sem gerð var fyr­ir sam­tök­in árið 2007 sögðust 39,4% verið hlynnt aðild og 43,4% vera and­víg aðild.

Þegar spurt er hvort Ísland eigi að halda áfram viðræðum um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu segja 44,4% að við eig­um að halda viðræðum áfram, en 43,5% segja að við eig­um að hætta þeim.

45% svar­enda sögðust á móti því að Ísland tæki upp evru, en 36,5% sögðust vilja að Ísland tæki upp evru.

Könn­un­in var gerð meðal fé­lags­manna í Sam­tök­um iðnaðar­ins dag­ana 12. janú­ar - 7. fe­brú­ar. Könn­un­in var net- og síma­könn­un. Úrtakið var 593. 374 svöruðu og var svar­hlut­fall því 63,1%.

Könn­un­in í heild sinni

mbl.is/​Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert