Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur gert tillögur að breytingum á tillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í breytingunum felast ýmist breytingar á orðalagi eða efnisinntaki fjögurra af þeim sex spurningum sem lagt er til að lagðar verði fyrir þjóðina.
Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að nefndin hefur einnig lagt til að inngangi verði bætt við, til að útskýra stjórnarskrárbreytingarferlið.