Kvöldfundur þriðja kvöldið í röð

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Heiðar Kristjánsson

Samþykkt var á Alþingi í dag að halda kvöldfund þriðja kvöldið í röð, og einnig að tekin yrði á dagskrá tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Meðal þeirra sem mótmæltu voru Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks.

Eina mál á dagskrá er síðari umræða um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga. Klára þarf umræðuna fyrir miðnætti til að hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna jafnhliða forsetakosningum í sumar.

Allnokkrar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu. Í tillögunum felast m.a. breytingar á aðalspurningunni um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og breytingar á þremur af þeim fimm spurningum sem fjalla um efnislegt inntak nýrrar stjórnarskrár. Þá er lagt til að aðeins verði hægt að svara spurningunum játandi eða neitandi.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert