„Sjaldan heyrt aumari málflutning

„Ég hef sjald­an heyrt aum­ari mál­flutn­ing hjá nokkr­um for­sæt­is­ráðherra en hjá Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur og þykir það leitt fyr­ir henn­ar hönd,“ sagði Jón Bjarna­son, þingmaður Vinstri grænna, um um­mæli for­sæt­is­ráðherra á Alþingi í dag, um fyrri fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­vörp.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, bar málið fyrst upp og sagði að Jón Bjarna­son, sem er fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hefði haldið magnaða ræðu í gær­kvöldi sem gefið hefði inn­sýn inn í vinnu­brögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Sig­mund­ur sagði Jón hafa lýst því að for­sæt­is­ráðherra hefði viljað fela að verið væri að vinna að fisk­veiðistjórn­un­ar­frum­varp­inu þar til búið væri að semja um kjara­samn­inga.

Einnig að Jó­hanna hefði ekki viljað sjá frum­varpið þegar Jón hefði komið með það inn í rík­is­stjórn.

Jó­hanna sagði þetta alrangt og í raun hrein ósann­indi, Jón Bjarna­son hefði haft litla sam­vinnu við rík­is­stjórn­ina við vinnu að frum­varp­inu og hefði dregið málið. Til þess að reyna að flýta frum­varps­gerðinni þurfti að setja á fót sér­staka ráðherra­nefnd. Og þegar Jón kom loks­ins með frum­varpið í rík­is­stjórn vildi hann setja það á vef­inn hjá sér áður en rík­is­stjórn­in ræddi það.

Þá sagði Jó­hanna að al­farið væri hægt að setja það á reikn­ing Jóns Bjarna­son­ar hversu seint rík­is­stjórn­in kæmi með sjáv­ar­út­vegs­frum­varpið inn í þingið. Jón hefði verið að dunda við þetta í tvö ár.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, kom síðan í ræðustól og velti því fyr­ir sér hvort ekki þyrfti að halda sér­staka umræðu um það hvort yf­ir­leitt væri meiri­hluti á þing­inu, eft­ir hnútukast á milli for­sæt­is­ráðherra og fyrr­ver­andi ráðherra. Þá væri aðkallandi að vita hvort Hreyf­ing­in hefði heitið rík­is­stjórn­inni stuðningi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert