Tekjulágir skattlagðir

Margir greiðendur auðlegðarskatts eru tekjulágir en skuldlitlir eldri borgarar sem …
Margir greiðendur auðlegðarskatts eru tekjulágir en skuldlitlir eldri borgarar sem eiga hús í hverfum þar sem fasteignamat er hátt. mbl.is/Ómar

Tekju­lág­ir eldri borg­ar­ar eru um­tals­verður fjöldi greiðenda auðlegðarskatts­ins. VÍB, eign­a­stýr­ingaþjón­usta Íslands­banka, lét taka sam­an upp­lýs­ing­ar um auðlegðarskatt­inn sem sýna þetta.

Niður­stöðurn­ar verða kynnt­ar á fundi VÍB sem sýnd­ur verður í beinni út­send­ingu á vef þeirra (www.vib.is) í dag. Fund­ur­inn hefst klukk­an 11.45.

Í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að dæmi séu um að eldra fólk hafi þurft að selja fast­eign­ir til að geta greitt skatt­inn og sum­ir hafa jafn­vel þurft að taka lán til að standa í skil­um með auðlegðarskatt­inn.

Upp­lýs­ing­ar VÍB benda til þess að skatt­ur­inn legg­ist þungt á tekju­lága eldri borg­ara. M.a. kem­ur fram að 37% greiðenda skatts­ins eru 65 ára og eldri og það kom einnig á óvart að 22% greiðenda voru 75 ára og eldri.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert