Tekjulágir eldri borgarar eru umtalsverður fjöldi greiðenda auðlegðarskattsins. VÍB, eignastýringaþjónusta Íslandsbanka, lét taka saman upplýsingar um auðlegðarskattinn sem sýna þetta.
Niðurstöðurnar verða kynntar á fundi VÍB sem sýndur verður í beinni útsendingu á vef þeirra (www.vib.is) í dag. Fundurinn hefst klukkan 11.45.
Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að dæmi séu um að eldra fólk hafi þurft að selja fasteignir til að geta greitt skattinn og sumir hafa jafnvel þurft að taka lán til að standa í skilum með auðlegðarskattinn.
Upplýsingar VÍB benda til þess að skatturinn leggist þungt á tekjulága eldri borgara. M.a. kemur fram að 37% greiðenda skattsins eru 65 ára og eldri og það kom einnig á óvart að 22% greiðenda voru 75 ára og eldri.