Þorsteinn hafnar ásökunum

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. mbl.is/RAX

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafnaði þeim ásök­un­um sem á fyr­ir­tækið hafa verið born­ar í tengsl­um við rann­sókn sem stend­ur yfir á fyr­ir­tæk­inu um þess­ar mund­ir. Þetta kom fram í Kast­ljós­inu nú rétt í þessu.

Hann sagði eðli­legt að verð á karfa er­lend­is væri hærra þar sem ofan á það verð væri kom­inn kostnaður við flutn­ing og ann­ar kostnaður. Þor­steinn sagði fyr­ir­tækið hafa flutt út 840 tonn af karfa sem keypt­ur hefði verið á 223 kr./​kg á fisk­markaði og að á hon­um út komn­um hefði verðið verið inn­an við 300 kr./​kg.

Starfs­fólk Sam­herja hæst launaða fisk­vinnslu­fólk lands­ins

Þor­steinn ræddi launa­greiðslur til sjó­manna og sagði að 13 sjó­menn á Vil­helm Þor­steins­syni hefðu haft um 152 millj­ón­ir sam­an­lagt í fe­brú­ar­mánuði. Hann sagði starfs­fólk Sam­herja hæst launaða fisk­vinnslu­fólk lands­ins. Þor­steinn sagði laun allra starfs­manna í land­vinnslu Sam­herja, þ.e. á Ak­ur­eyri, Dal­vík, Húsa­vík og víðar hafa í fe­brú­ar haft um 152 millj­ón­ir sam­an­lagt í laun. Um 290 manns vinna í landi hjá Sam­herja á Ak­ur­eyri.

en laun allra starfs­manna í land­vinnslu Sam­herja, þ.e. á Ak­ur­eyri, Dal­vík, Húsa­vík og víðar voru sama tala, 152 m í fe­brú­ar.

Þor­steinn sagði að launa­hlut­fall væri hvergi hærra en á ís­lensk­um fiski­skip­um. „Ég held að fisk­verð sé bara mjög gott og laun sjó­manna góð,“ sagði Þor­steinn.

Hræðist ekki rann­sókn á gögn­um er­lend­is

„Nei, ég hræðist það ekki neitt,“ sagði Þor­steinn um aðgerðir skatt­a­rann­sókn­ar­stjóra sem hef­ur óskað eft­ir gögn­um frá Þýskalandi tengd rann­sókn­inni.

„Þú get­ur ekki sagt að það sé und­ir­verð þegar hæsta verðið er greitt fyr­ir eig­in afla,“ sagði Þor­steinn og sagði lægra verð hafa verið greitt fyr­ir karf­ann á mörkuðum á Íslandi. Hann sagði fyr­ir­tækið reka sölu­fyr­ir­tæki á Ak­ur­eyri sem væri að selja fisk á er­lend­um mörkuðum fyr­ir er­lend fyr­ir­tæki og sagði gjald­eyr­is­höft­in vera þeim erfið. Hann sagði þá til að mynda vera með báta á veiðum við Græn­land og að fisk­ur­inn færi til Asíu. Þeir þyrftu að fá pen­ing­inn heim til Íslands, þar sem sölu­laun­in væru tek­in af og svo þyrfti að senda pen­ing­inn út til fyr­ir­tæk­is­ins sem veitt hefði fisk­inn. Seðlabank­inn væri þeim oft erfiður í þess­um viðskipt­um.

Hafa rekið sölu­fyr­ir­tæki á Englandi í 16 ár

Þor­steinn sagði Sam­herja eiga eitt sölu­fyr­ir­tæki á Englandi og hefði átt í 16 ár. Hann sagði það fyrst og fremst vera til að vera í betri sam­skipt­um við viðskipta­vini, vera nær markaðnum og að það aflaði upp­lýs­inga á mörkuðum á Bretlandi og miðlaði þeim heim. Þá tryggði þessi ráðstöf­un þeim hærra verð og betri al­menn­ar upp­lýs­ing­ar um markaðinn. Hann sagði fyr­ir­tækið í Þýskalandi vera fram­leiðslu­fyr­ir­tæki með eig­in afurðir. Aðspurður hvort Sam­herji ætti fé­lög sem væru í skatta­skjóli sagði Þor­steinn að svo væri ekki og hefði aldrei verið.

Starfsmenn hjá Sérstökum saksóknara gerðu á dögunum húsleit í aðalstöðvum …
Starfs­menn hjá Sér­stök­um sak­sókn­ara gerðu á dög­un­um hús­leit í aðal­stöðvum Sam­herja. mbl.is/​Skapti
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert