Þorsteinn hafnar ásökunum

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. mbl.is/RAX

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafnaði þeim ásökunum sem á fyrirtækið hafa verið bornar í tengslum við rannsókn sem stendur yfir á fyrirtækinu um þessar mundir. Þetta kom fram í Kastljósinu nú rétt í þessu.

Hann sagði eðlilegt að verð á karfa erlendis væri hærra þar sem ofan á það verð væri kominn kostnaður við flutning og annar kostnaður. Þorsteinn sagði fyrirtækið hafa flutt út 840 tonn af karfa sem keyptur hefði verið á 223 kr./kg á fiskmarkaði og að á honum út komnum hefði verðið verið innan við 300 kr./kg.

Starfsfólk Samherja hæst launaða fiskvinnslufólk landsins

Þorsteinn ræddi launagreiðslur til sjómanna og sagði að 13 sjómenn á Vilhelm Þorsteinssyni hefðu haft um 152 milljónir samanlagt í febrúarmánuði. Hann sagði starfsfólk Samherja hæst launaða fiskvinnslufólk landsins. Þorsteinn sagði laun allra starfsmanna í landvinnslu Samherja, þ.e. á Akureyri, Dalvík, Húsavík og víðar hafa í febrúar haft um 152 milljónir samanlagt í laun. Um 290 manns vinna í landi hjá Samherja á Akureyri.

en laun allra starfsmanna í landvinnslu Samherja, þ.e. á Akureyri, Dalvík, Húsavík og víðar voru sama tala, 152 m í febrúar.

Þorsteinn sagði að launahlutfall væri hvergi hærra en á íslenskum fiskiskipum. „Ég held að fiskverð sé bara mjög gott og laun sjómanna góð,“ sagði Þorsteinn.

Hræðist ekki rannsókn á gögnum erlendis

„Nei, ég hræðist það ekki neitt,“ sagði Þorsteinn um aðgerðir skattarannsóknarstjóra sem hefur óskað eftir gögnum frá Þýskalandi tengd rannsókninni.

„Þú getur ekki sagt að það sé undirverð þegar hæsta verðið er greitt fyrir eigin afla,“ sagði Þorsteinn og sagði lægra verð hafa verið greitt fyrir karfann á mörkuðum á Íslandi. Hann sagði fyrirtækið reka sölufyrirtæki á Akureyri sem væri að selja fisk á erlendum mörkuðum fyrir erlend fyrirtæki og sagði gjaldeyrishöftin vera þeim erfið. Hann sagði þá til að mynda vera með báta á veiðum við Grænland og að fiskurinn færi til Asíu. Þeir þyrftu að fá peninginn heim til Íslands, þar sem sölulaunin væru tekin af og svo þyrfti að senda peninginn út til fyrirtækisins sem veitt hefði fiskinn. Seðlabankinn væri þeim oft erfiður í þessum viðskiptum.

Hafa rekið sölufyrirtæki á Englandi í 16 ár

Þorsteinn sagði Samherja eiga eitt sölufyrirtæki á Englandi og hefði átt í 16 ár. Hann sagði það fyrst og fremst vera til að vera í betri samskiptum við viðskiptavini, vera nær markaðnum og að það aflaði upplýsinga á mörkuðum á Bretlandi og miðlaði þeim heim. Þá tryggði þessi ráðstöfun þeim hærra verð og betri almennar upplýsingar um markaðinn. Hann sagði fyrirtækið í Þýskalandi vera framleiðslufyrirtæki með eigin afurðir. Aðspurður hvort Samherji ætti félög sem væru í skattaskjóli sagði Þorsteinn að svo væri ekki og hefði aldrei verið.

Starfsmenn hjá Sérstökum saksóknara gerðu á dögunum húsleit í aðalstöðvum …
Starfsmenn hjá Sérstökum saksóknara gerðu á dögunum húsleit í aðalstöðvum Samherja. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert